16.02.1937
Efri deild: 2. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (31)

Kosning fastanefnda

*Þorsteinn Briem:

Formaður Framsfl. komst ekki hjá því að játa móðerni síns eigin flokks að Bændafl. Hann var eitthvað að tala um meyjarfæðingu, en var þó jafnframt að tala um Sjálfstfl. sem föður Bændafl. (JJ: Hvernig er það í guðfræðinni?) Ég ætla ekki að ræða hér nein sérstök guðfræðispursmál við hv. þm. S.-Þ. En ef hv. þm. óskar eftir að ræða einhver sérstök guðfræðispursmál, skal ég taka þátt í umr. um þær á öðrum stað. Ég geri ráð fyrir, að honum gefist þá kostur á að vinna til verðlauna, sem samfylkingarflokkur hans hefir heitið honum fyrir tiltekið guðfræðispursmál. Annars geri ég það ekki ótilneyddur að fara út fyrir efnið, sem til umr. er. Ég vænti þess, að forseti láti greiða atkv. um það, hvort á að verða við beiðni minni eða ekki.