25.02.1937
Neðri deild: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í B-deild Alþingistíðinda. (336)

11. mál, alþýðutryggingar

*Gísli Sveinsson:

Þegar ég kom hér inn í d., var verið að afgr frv., sem var til umr. í gær, en ekki afgr. til fulls frá 1. umr., frv. til l. um breyt á l. um alþýðutryggingar. Þetta gerði ekki mikið til, því að málið var útrætt frá minni hálfu. Hér er nú til umr. frv. um staðfestingu á bráðabirgðal., og geri ég ráð fyrir, að það fari til sömu n. og hitt frv., og gefst þá tækifari til að fella þetta saman.

En út af orðum hæstv. ráðh. og samtali hans við hv. þm. Snæf., skal ég geta þess, að það er fjarri því, að allir þeir, sem til greina gætu komið við úthlutun ellistyrksins, þurfi að fá hann, því að það eru hreppsnefndirnar, sem athuga og ákveða, hverjir hafi þörf fyrir slíkan styrk. Það er því misskilningur hjá hæstv. ráðh., að allir, sem áður höfðu rétt til að njóta styrks, þurfi endilega að njóta hans. Tilgangurinn með lagasetningunni er því hinn sami og hjá hv. þm. Snæf. með því frv., sem hann bar fram, og þessi bráðabirgðalög, sem rokið hefir verið í að gera á síðasta ári, eru til komin af því, að stj. og hennar lið hefir komizt í bobba með þetta mál, eins og svo mörg önnur, og þá hefir alltaf verið gripið til þess ráðs, að rjúka í að gefa út bráðabirgðalög, þó að hægt hefði verið að framkvæma það á þingi.