20.04.1937
Neðri deild: 44. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

18. mál, leiga á mjólkurvinnslustöð

*Pétur Ottesen:

Við, sem höfum umboð fyrir þá menn, sem svo grátt og ómaklega hafa verið leiknir af hæstv. ráðh., skulum ekki vera á móti því, að málið sé sótt og varið, eftir þá viðureign, sem um það hefir orðið í þinginu. Við teljum, að þeim, sem orðið hafa fyrir barðinu á valdatöku ríkisstj. á þessari stöð, ætti ekki að vera það ókært, að deilur um þetta mál haldi áfram.

Aðstaða hæstv. ráðh. er orðin vesöl og aum, þegar hann hefir ekkert annað fyrir sig að bera en að einn maður úr stjórnarandstöðunni mun í ógáti hafa rétt upp hendina með málinu.