23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

86. mál, alþýðutryggingar

*Sigurður Kristjánsson:

Ég vil taka það fram, að ég ætla ekki að fara með neinn gáska í þessu máli. Ég vil taka það fram, að ég vil þetta mál feigt. Ég vil gjarnan, að þetta mál fái umr. að öllum hv. þdm. viðstöddum, svo að þau rök, sem ég hefi fram að bera gegn því, geti orðið til þess að málið verði drepið. Þess vegna er frá mínu sjónarmiði engin nauðsyn að fá þetta mál afgr. í kvöld. Hér eru tvö sjónarmið. E. t. v. er það sjónarmið meiri hl., að þetta mál ljúkist ekki í kvöld, nema það verði fellt. En það er ekki hægt, og þó að ég skilji vel á hæstv. forseta, að hann óski eftir, að málið verði sem fyrst afgr., þá vænti ég, að hann skilji það, að það er sérstök afgreiðsla, sem ég óska eftir, að málið fái. Þess vegna vil ég ekkert gera til þess, að málið fái aðra afgreiðslu en ég óska eftir.