07.04.1937
Efri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

56. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það þarf ekki að útskýra mikið þetta frv. Það er framlenging á gildi laga frá 1933 um útflutning á kjöti, sem hafa verið framlengd frá ári til árs. Er full ástæða til að framlengja þessi l. enn, a. m. k. sérstaklega viðvíkjandi útflutningi á kjöti til Noregs.

Landbn. hefir orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.