15.03.1937
Efri deild: 19. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (605)

60. mál, læknishéruð

*Bernharð Stefánsson:

Ég get látið mér vel líka svar hæstv. ráðh., og einnig svar hv. frsm. n. Og skoða ég þá svar hæstv. ráðh. sem loforð um það, að losa ekki héraðslækninn á Akureyri undan skyldu til þess að gegna læknisstörfum í sveitum, nema sú skylda sé lögð á einhvern annan lækni um leið. Í því sambandi vil ég vara hæstv. ráðh. við því að leggja of mikið upp úr því, að engar líkur séu til, að læknar muni neita að gegna störfum út um sveitir. Ég veit mörg dæmi til slíks. Á Akureyri eru a. m. k. 2 læknar, sem algerlega neita að fara út í sveitir. Ég álít því ekki tryggilega um hnútana búið, nema þessi skylda hvíli á einhverjum lækni.