15.04.1937
Efri deild: 41. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

108. mál, bæjanöfn o. fl.

Magnús Guðmundsson:

Þetta frv. er komið aftur frá hv. Nd., og hefir verið gerð þar á því örlítil breyt., sem ekki getur valdið neinum ágreiningi. Breytingin er sú, að gjaldið fyrir að taka upp nafn á nýbýli hefir verið lækkað úr 25 kr. niður í 10 kr., og sjá allir, að þar er ekki um neitt verulegt atriði að ræða.