30.03.1937
Efri deild: 28. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í B-deild Alþingistíðinda. (771)

65. mál, héraðsskólar

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil þakka menntmn. fyrir till. hennar í þessu máli, og ég fullyrði, að þær eru í samræmi við vilja skólastjóra og skólanefndar. Ég sendi þeim þetta frv. og hefi átt tal við þá um málið, og óskuðu þeir einmitt eftir þessum breyt., sem menntmn. hefir komið með.

Ég vil ekki leggja á móti því, að hæstv. ráðh. fái tíma til að athuga málið til 3. umr. Mér er sama, þó að þetta verði ekki samþ. nú. En ég veit, að þetta er vilji aðstandenda skólans, bæði skólan. og annara þeirra, sem næst skólanum standa og bezt hafa barizt fyrir honum.