05.04.1937
Neðri deild: 31. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (825)

24. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Forseti (JörB):

Það er rétt hjá hv. þm. Borgf., að þetta mál er neðarlega á dagskránni, en það stafar af því, hve seint kom fram ósk um að taka það á dagskrána. Nú er þetta með fyrstu málum hér í d., svo þar sem svo stóð á, gat ég ekki annað en orðið við tilmælum hv. frsm. um að taka málið á dagskrá. Ég tók svo eftir, þegar umr. hófust, að nm. væru hér allir viðstaddir, og vona ég því, að ef þeir ætla að gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins, þá geri þeir það nú, enda hefir nú hv. þm. Barð. þegar kvatt sér hljóðs.