13.04.1937
Neðri deild: 37. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 383 í B-deild Alþingistíðinda. (882)

24. mál, dragnótaveiði í landhelgi

1 BÁ:

Þótt ég viðurkenni fyllilega margar af þeim ástæðum, sem fram hafa verið færðar gegn málinu, og álíti enganveginn hættulaust að opna landhelgina fyrir dragnótaveiðum til frambúðar, þá verð ég að taka afstöðu til málsins með tilliti til þess ástands, sem nú ríkir í sjávarútveginum, og með tilliti til þess, að síðasta vertíð brást svo að segja algerlega og það lítur út fyrir að vertíð þessa árs ætli að bregðast líka, vil ég ekki með atkv. mínu taka á mig ábyrgðina af því að standa á móti þeim möguleikum til atvinnurekstrar, sem eru fyrir sjómannastéttina í landinu, og ég skoða það frekar sem hallærisráðstöfun að leyfa þetta heldur en sem frambúðarákvörðun, og segi því já.