03.03.1937
Efri deild: 13. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

16. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Eins og hv. dm. muna, gat hæstv. atvmrh. þess við 1. umr. þessa máls hér í d., að þar sem ekki hefði unnizt tími til að ljúka skuldaskilum við línuveiðarana fyrir nýjár, yrði að flytja frv. þetta, svo að hægt yrði að gera þá upp í skuldaskilasjóði, því að lögin kveða svo á, að skuldaskilunum skyldi lokið fyrir síðastl. nýjár.

Eins og sjá má á þskj. 51, þá hefir sjútvn. flutt brtt. við frv., sem ég vænti, að enginn ágreiningur verði um, því að ella koma bráðabirgðalögin ekki að notum.