22.03.1937
Efri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

47. mál, vitabyggingar

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi litlu við það að bæta, sem í nál. sjútvn. segir. N. er sammála um að mæla með því, að þessi umræddi viti verði tekinn upp í vitalögin. En við 1. umr. komu fram tilmæli um að taka vitann á Brimnesi með. N. athugaði þetta og komst að þeirri niðurstöðu, að svipað stæði á um Brimnesvitann og Hafnarnesvitann, og leggur hún því til, að hann verði einnig tekinn upp í vitalögin. Eins og tekið er fram í nál., þá er vitamálastjóri samþykkur Hafnarnesvitanum, og hann hefir ekkert á móti því, að Brimnesvitinn verði tekinn með. — Ég hefi ekki fleira um þetta að segja f. h. n., en vænti þess, að hv. d. samþ. þetta.