17.04.1937
Efri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

113. mál, hvalveiðar

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Sjútvn. hefir athugað frv. það, sem hér liggur fyrir. Það er flutt í hv. Nd. af hv. þm. Barð., og efni þess er að framlengja til ársloka 1940 lög um hvalveiðar frá 1928, sem ekki gilda nema til ársloka í ár.

N. sér ekkert því til fyrirstöðu, að leyfi þetta sé framlengt, því að hér er um töluvert arðvænlega atvinnu að ræða. En eins og sjá má í nál., þá leggur n. áherzlu á, og beinir því til atvmrh., að hann hlutist til um við félag það, sem leyfi hefir til þessa atvinnurekstrar vestur þar, að svo sé gengið frá úrgöngum, sem ekki eru hagnýttir, að ekki stafi stórhætta af, hvorki fyrir menn eða skepnur, en á því eru taldar miklar líkur, ef ekki er betur gengið um þarna en verið hefir.