03.12.1937
Efri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (1020)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Þar sem hv. 1. landsk. hefir mælt fyrir sínum brtt., þykir mér hlýða að gera grein fyrir ufstöðu allshn. til þeirra.

Með fyrstu brtt. tel ég í mörgum tilfellum gerð tilgangslítil ef ekki tilgangslaus ákvæðin um fasteignaskatt af lóðum. Ég hygg, að í kaupstöðum og kauptúnum séu yfirleitt afar fáar lóðir, sem eru meira en 1 ha. að stærð, og ef á að undanskilja allar slíkar lóðir, þá hygg ég, að lítið verði eftir. Mér skilst, að þessi brtt. sé borin fram af umhyggju fyrir fátæklingunum, en ég hygg, að hún nái ekki marki, því að það geti alveg eins verið stórefnamenn, sem ráða yfir 1 ha. í lóðum, því ef það er byggingarlóð, væri sanngjarnt, að af henni væri borgaður skattur. Allshn. er því eindregið á móti þessari brtt., af því hún telur till. til engra bóta, heldur þvert á móti til óhagræðis.

Um aðra brtt. er það að segja, að það er tekið fram í 3. gr. frv., að heimilt sé að hafa skattinn mismunandi háan á hinum ýmsu tegundum lóða og einnig eftir því, til hvers þær eru notaðar, og ég hygg, að réttast sé, eins og gert er ráð fyrir í þeirri gr., að sá mismunur sé ákveðinn af kunnugum mönnum, en að allsherjar ákvæði um þetta geti verið varhugaverð. Það getur verið, að sanngjarnt væri, að íbúðir innan við 10 þús. kr. að verðmæti væru skattfrjálsar í Hvik, en úti um land væri það aftur á móti ekki sanngjarnt. Þess vegna held ég, að réttast sé, að ákvæði 3. gr. séu látin nægja, því að öll þrengri ákvæði séu til hins lakara. Þess vegna mælir n. eindregið á móti því, að þessar brtt. verði samþ.

Um 20. gr. og 22. gr. hefir hv. 1. flm. frv. tekið greinilega fram, hvað það gildir, ef þær eru felldar niður. Ég þarf litlu við það að bæta, enda lít ég mjög svipað á það mál og hv. flm. Ég vil aðeins bæta því við, að ef þessar gr. yrðu við atkvgr. hér á Alþ. felldar úr frv., þá skilst mér, að með því sé Alþ. í raun og veru að lögfesta óskilsemina, með því að lýsa yfir, að það vilji alls ekki hafa nein bindandi ákvæði, sem gangi í þá átt að reyna að tryggja skilsemi bæjar- og sveitarfélaga. Eg tel það alveg fráleitt. Hitt er annað mál, ef þær þykja of hart orðaðar, þá mætti kannske breyta orðalaginu. Með því að fella þær niður, þá lýsir þingið því yfir, að það vilji ekki setja hömlur við óskilseminni. Að öðru leyti þarf ég ekki að fjölyrða um gildi þessara gr. í frv., því hv. flm. tók það greinilega fram. N. leggur til, að allar þessar brtt. verði felldar.