01.11.1937
Neðri deild: 16. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins benda n. á það, að í 4. gr. frv. er gert ráð fyrir, að ríkissjóður ábyrgist fyrir vátryggingarfélögin 300000 kr., þ. e. a. s. að sú ábyrgð standi að haki félögunum. Ég hefi nú ekki rannsakað þetta nákvæmlega, en mér sýnist þetta fljóti á lítið dálítið einkennilegt ákvæði, og mér fyndist eðlilegast, að ef ríkissjóður ætti að bera einhverja ábyrgð í sambandi við þetta mál, þá ætti það að vera á skuldbindingum endurtryggingarfélagsins fremur en á skuldbindingum einstakra vátryggingarfélaga. Það er að vísu gert ráð fyrir því, að atvmrh. samþ. iðgjöld félaga, en vitanlega verður sótt á um það af útgerðarmönnum að hafa þau sem lægst, þannig að mér finnst í þessu fólgin dálítil áhætta og vildi því henda n. á, hvort ekki væri skynsamlegra að láta þessa ábyrgð aðeins ná til skuldbindinga endurtryggingarfélagsins, sem gert er ráð fyrir, að verði Samábyrgð Íslands á fiskiskipum.

Þetta vildi ég biðja n. að athuga. Reyndar þætti mér gott, ef ég gæti fengið tækifæri til þess að ræða þetta við n. sérstaklega.