13.11.1937
Neðri deild: 26. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1094)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Sigurður E. Hlíðar:

Þótt ég sé ekki frsm. sjútrn., vil ég leyfa mér að segja fáein orð um brtt. á þskj. 116. Eins og hv. frsm., þm. N.-Þ., gat um, klofnaði sjútvn. eiginlega á þessu — atriði, hvort tryggingarfélögin ættu að miða hámarkið við 15 eða 25 þús. kr. Minni hl. n. vill miða við hærri upphæðina og hefir flutt þessa brtt. á þskj. 116 af þeim ástæðum. Hann heldur því fram, að með því að hækka hámarkið takist félögunum að fá stærri skip inn í trygginguna og við það hafi þau meiri hagnaðarvon, en þar til höfum við því að svara, að hér er ekki aðeins um að ræða ný stór skip, sem félögin mundu fremur fá, ef tryggingarheimildin væri hærri, heldur mundu þau einnig fá gamla, stóra og lélega ryðkláfa, sem stórhættulegt væri fyrir félögin að þurfa að tryggja. Meiri hl. sjútvn. vildi því ekki hækka tryggingarhámarkið, af því að hann áleit, að það mundi skapa aukna áhættu fyrir félögin, og maður getur jafnvel látið sér detta í hug, að minni hl. sé ekki heldur alveg laus við þennan ótta, því að í brtt. sinum á þskj. 116 segja þeir, með leyfi hæstv. forseta: „Þó skal félögum því aðeins heimilt að hafa yfir 15000 kr. í einu skipi í eigin tryggingu, að félagið eigi fastan sjóð er nemi minnst 10% af þeim hluta vátryggingarupphæðar, er félagið ábyrgist, og hafi meðmæli banka eða annara peningastofnana, sem ávaxta sjóði félagsins“. Hefir nú ekki minni hl. með þessu viðurkennt, að hækkunin hafi í för með sér aukna áhættu fyrir félögin, þar sem hann vill því aðeins heimila 25000 kr. hámarkstryggingu í einu skipi, að félagið eigi þetta sterka sjóði? Ég sé ekki betur en að minni hlutinn beinlínis játi með þessu, að svo sé.

Út af því, sem hv. þm. Borgf. var að segja. og ég get að ýmsu leyti tekið undir með honum, vil ég segja það, að ég hefi nokkra sérstöðu í n., þótt ég hafi ekki beinlínis viljað skera mig út úr. Það eru stórir gallar á frv., en hinsvegar brýn nauðsyn að kom tryggingunum á, jafnvel þótt ekki sé fundin bezta lausnin á málinu. Það er t. d. dálitið hlálegt, að öll félögin, sem nú eru starfandi að einu undanteknu, skuli hafa sent mótmæli gegn frv., og eins það félag, sem búið er að starfa ekki skemur en í 75 ár. Ég vil þess vegna taka til athugunar bendingar frá hv. þm. Borgf. og aðrar þær brtt., sem til bóta gætu orðið. Það varðar miklu, að hin starfandi félög hafa látið í ljós óánægju yfir því, að ráðizt sé á sjálfstjórn þeirra með frv. Vélbátafélag Eyfirðinga, sem helzt vildi fá frv. til nánari athugunar er mjög andvígt því að taka áhættumeiri svæði inn í félagsskapinn; sama gildir sjálfsagt um félagið í Vestmannaeyjum, sem á að taka alla Eyrarbakka-„bugtina“ með, og eðlilega einnig Austfirðingar gagnvart Hornafirði og suðausturstrandlengjunni.

Ég vil taka það fram, að ég hefi ríka tilhneigingu til að athuga möguleika fyrir því að taka til greina andmæli félaganna frá þessu sjónarmiði.