23.11.1937
Neðri deild: 33. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Pétur Ottesen:

Tveir hv. þm. hafa sagt, að ef till. mínar yrðu samþ., væri kippt fótum undan frv., svo að ekki yrði úr framkvæmdum. Það er ótti við óvinsældir þessarar löggjafar, og annað ekki, sem liggur á bak við slík andmæli. Ég hygg, að svo sé löggjöfin farsællegust, að hún eigi einhvern hljómgrunn hjá landsmönnum. Ég held því, að í andmælum hv. þm. felist fremur gagnrýni á frv. en röksemdum mínum.

Ég mun ekki fara fleiri orðum um þetta. Ég legg mínar till. á vald hv. d., en ég vil benda á, að það mun vera bezt á hverjum tíma að samþ. þær till. einar, sem vitað er um, að séu þannig, að þeir, sem við þær eiga að búa, hljóti af þeim stuðning.