23.11.1937
Neðri deild: 33. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Frsm. (Finnur Jónsson):

Það eru aðeins nokkur orð út af ummælum hv. þm. Ak. um, að ég geri ekki ráð fyrir, að félögin fái að halda áfram umdæmistakmörkum sínum. En ég hefi bent á, að ef þyrfti að breyta umdæmistakmörkunum, þá væri séð fyrir því, að ekki yrði gengið á rétt félaganna, þar sem heimilað er í 31. gr. að ákveða sérstök iðgjöld með hliðsjón af áhættusvæðum, og þarf ekki að svara því frekar.

Hv. þm. Borgf., sem taldi, að ástæða mín til að vera á móti hans till., væri ótti við óvinsældir l., vil ég svara því, að hans till. myndi eyðileggja framkvæmd l. í 5 ár, en ef ástæða er til að afgreiða lögin nú, þá er líka ástæða til að vera á móti því, að framkvæmd þeirra sé frestað í 5 ár. Ég álít, að sjávarútveginum sé fyrir beztu, að 1. verði afgr. nú og komi til framkvæmda strax.