23.11.1937
Neðri deild: 33. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Bergur Jónsson:

Ég vil taka undir það, að brtt. hv. þm. Borgf. eru til þess að kippa grundvellinum undan frv. og hindra það, að skyldutrygging komist á. Hv. 6. þm. Reykv. minntist á till. og sagði, að sjútvn. hefði ekki tekið afstöðu til meginreglu frv. Það er rétt, að það hefir ekki farið fram atkvgr. út af því í sjútvn., hvort koma eigi fram þessari meginreglu í frv. En mér finnst. þegar öll n. flytur frv. einróma og gerir eingöngu þann fyrirvara, að einstakir nm. geti fylgt væntanlegum breyt. á því, að n. hafi tekið afstöðu til þess. Það er því undarlegt, að hv. 6. þm. Reykv. og hv. þm. Ak., sem eiga báðir sæti í sjútvn., bera þetta fram. Hv. þm. Borgf. vill hindra meginreglu frv. Ég tók eftir, að hv. þm. Ak. nefndi það ekki, en ég er ekki viss um, hvort hv. 6. þm. Reykv. gerði það. Þeir hafa lagt aðaláherzluna á að fá fram brtt. sína á þskj. 149,II og mæta óskum bátaútvegsmanna um að halda óbreyttum umdæmistakmörkunum. Mér finnst sanngjarnt að ganga að því, og ég heyrði á manni úr Samábyrgðinni, að hann taldi það hættulaust. Hinsvegar er það rétt hjá hv. þm. N.-Þ., að það er varhugavert, úr því að l. eiga ekki að koma til framkvæmda fyrr en 1. júlí 1938, að bátafél. geta komizt á fót fyrir þann tíma. En þetta mætti laga í hv. Ed.

Samkv. frv. á að ákveða umdæmin af Fiskifél. í samráði við skipaeigendur. Ég tel líkindi til, að Fiskifél. fari yfirleitt eftir till. skipaeigenda, Svo að ótti hv. þm. Ak. um það atriði er ekki á rökum reistur.

Hv. 6. þm. Reykv. taldi, að till. hv. þm. Borgf. um undanþágur frá tryggingunni kæmi til atkv. á undan till. hv. 6. þm. Reykv. og hv. þm. Ak. um umdæmin, en það er ekki rétt skilið, því að till. þeirra þm. Ak. og 6. þm. Reykv. er við 2. gr. frv., en till. hv. þm. Borgf. felur í sér bráðabirgðaákvæði, sem mundi hnýtast aftan við frv.

Þá er hér brtt. frá hv. 6. þm. Reykv. og hv. þm. Ísaf. um að hækka þá upphæð, sem vátryggingarfélögin mega hafa á eigin ábyrgð í einu skipi, upp í 20 þús. Þetta er miðlunartill., sem ég átti uppástunguna að á sjútvn.fundi, og mun ég fylgja henni. Ég vil leggja áherzlu á, að sé mönnum áhugamál að koma á skyldutryggingu, þá er ekki hægt að samþ. till. hv. þm. Borgf. Ég sé ekki, að tilgangurinn með flutningi þessarar till. geti verið annar en að koma í veg fyrir framkvæmd laganna, eða að hún verði svo gott sem engin, ef þessi till. verður samþ., sem gengur út á það, að fjöldinn allur af vélbátum verðar undanþeginn um 5 ára skeið.