21.12.1937
Efri deild: 54. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Jóhann Jósefsson:

Ég þarf að sjálfsögðu engu að bæta við ræðu hv. frsm. um brtt. á þskj. 420. Hann tók skýrt fram, hvað fyrir okkur vaki með 4. og 5. brtt. og það, hvers vegna við sjáum varla annað fært en taka þær aftur. — Mér þykir vænt um, að n. og þeir, sem hafa undirbúið málið, hafa fallizt á, að rétt sé að samþykkja þessar brtt. Það bendir á, að brtt. mínar hafi ekki verið bornar fram ófyrirsynju.

Um brtt. á þskj. 387 skal ég líka vera fáorður. Mér virtist það sjálfsagt viðurkenningarákvæði gagnvart þessu vel starfhæfa og gamla félagi, að því sé veittur nokkur frestur, svo að það hafi ráðrúm til að undirbúa sín málefni og skipa svo sínum hlutum sem það hefir farið fram á. Það skemmir málið ekkert, því að hér er um sérstakt umdæmi að ræða og félag, sem þar hefir starfað eftir sinum reglum í tugi ára. Það þýðir ekkert fyrir okkur hv. 2. þm. S.-M. að halda uppi deilum um þetta. Ég legg það undir hv. d., hvort ekki sé rétt að veita félaginu þá viðurkenning, sem felst í bráðabirgðaákvæðinu.