21.12.1937
Neðri deild: 57. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í B-deild Alþingistíðinda. (1145)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins benda á það, sem ég hélt þó að ég hefði gert við 3. umr. í Nd., að frv. er ekki aðgengilegt, því ef mönnum standa einhverjar dyr opnar til að komast framhjá því, þá er það gert. Þá er ekki eftirsóknarvert fyrir Alþingi að demba þeirri löggjöf á, sem er í óþökk allra, sem eiga að búa við löggjöfina. Ég held, að það væri vert að taka það til athugunar síðustu nótt þessa þings, að hrapa ekki að neinu glapræði við afgreiðslu þessa máls. Það væri laglegt næturverk verið að vinna með því.