21.12.1937
Neðri deild: 57. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í B-deild Alþingistíðinda. (1146)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég hefi skoðað, að það bráðabirgðaákvæði, sem hv. þm. Vestm. hefir komið inn í lögin, sé aðeins til þess að friða Vestmannaeyinga. Vegna þess, að á sínum tíma mótmæltu þeir frv., en það var þá talsvert öðruvísi en það nú er orðið: Og ég verð að segja það, að ég tala með jafnmiklum rétti og ekki minni fyrir hag vélbátaeigenda en hv. þm. Borgf. á þessum stað, og ég álít, að vélbátaeigendur í landinu megi vel sætta sig við frv. eins og það er.