21.12.1937
Neðri deild: 57. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (1178)

52. mál, lax- og silungsveiði

Pálmi Hannesson:

Ég vil undirstrika það, út af þv í, sem hv. þm. Borgf. segir, að ég tel, að 1. gr. og 3. gr. frv. feli í sér svo mikla réttarbót, að ég vil mælast til þess, að sá hluti a. m. k. nái fram að ganga, heldur en eiga á hættu, að það verði fellt. Vildi ég sætta mig við það eftir. atvikum, að 2. gr. nái að ganga fram líka. Nú vil ég benda hv. þm. á það, að núna fyrir örfáum dögum fékk ég fyrirspurnir, og það fleiri en eina, úr kjördæmi hv. þm. Borgf. um þetta mál, um innlausu á veiðirétti í ám. Og ég hygg að það væri langeðlilegast að láta þetta ákvæði standa um nokkurn tíma, en ég hefi grun um, að þessi 2. gr: sé sett inn sem öfuguggi í frv., til þess að eyðileggja, að það nái fram að ganga. Þess vegna þykir mér nokkur hætta á, ef það væri sent til Ed., að það verði fellt þar. En ég endurtek það, að ég átel meðferð Ed. á frv.