08.12.1937
Efri deild: 44. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1193)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Frsm. 3. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Eins og sjá má á nál. 3. minni hl., hefir n. ekki getað orðið sammála í þessu máli. Ég mun í þessari ræðu minni aðeins gera grein fyrir þeim brtt., sem ég hefi leyft mér að bera fram, og vænti ég, að þær geti komið til atkv., þó ekki sé búið að leita fyrir þær afbrigða. Eins og sjá má, virðist það svo sem einn n.hlutinn vilji mæla með frv., þó þannig, að hann áskilur sér rétt til að gera brtt. — 1. brtt. mín er við 4. gr., sem ég þykist vita, að muni ekki vera hvað minnst deiluefni á milli flokka hér á Alþ. Ég gerði grein fyrir því við 1. umr., að ég teldi réttasta fyrirkomulagið, að atvmrh. skipaði síldarverksmiðjustjórnina og ég hefi lagt til að hann hafi þar um till. þingflokkanna. Ennfremur legg ég til að skipaðir séu varamenn. Þar sem stjórn verksmiðjanna er skipuð til 3 ára, þá er nauðsynlegt að til séu varamenn, sem taki við í forföllum aðalmanna, enda er það venja við flest opinber fyrirtæki, sem nokkru máli skiptir um. Þetta atriði er, eins og ég sagði, mjög um deilt, en mér virðist, að sá ráðh., sem á hverjum tíma fer með þessi mál, hljóti að bera svo mikla ábyrgð á, hvernig um reksturinn tekst, að það sé ekki nema eðlilegt, að hann skipi stjórn verksmiðjanna.

2. brtt. er um það, að ég hefi ekki viljað binda búsetuskilyrðið við Siglufjörð, ég tel það ekki nauðsynlegt. Það er ekki þar með sagt, að með því fáist hæfustu mennirnir. Hitt finnst mér vera aðalatriði, að þeir hafi þar búsetu yfir veiðitímann.

Ég vil geta þess í sambandi við þessa mína till., að ef svo skyldi fara, að hún næði ekki samþykki, þá mun ég bera fram aðra till. um skipun stjórnarinnar, sem gengur næst þessari, frá réttmætu sjónarmiði um stjórn verksmiðjanna.

Um 6. gr. er það að segja, að þegar hafa verið færð sterk rök fyrir því, að ástæðulaust sé að binda hendur verksmiðjustjórnarinnar með því að skaffa henni með lögum það fé, sem hún megi verja til ýmissa endurbóta á verksmiðjunum. Mér er kunnugt um það, að allt, sem gert hefir verið til umbóta í verksmiðjunum, hefir verið með samþykki ríkisstj.

Ég hygg, að í því felist nokkur trygging fyrir því, að ekki sé farið inn á neitt gönuskeið með að gera verksmiðjunum það til góða, sem nauðsyn krefur, að ríkisstj. hafi þar síðasta orðið um það hvað langt megi fara í þeim efnum. — Ég tel því, að þessi grein sé óþörf og jafnvel skaðleg, því að hún bindur hendur verksmiðjustj. mjög óþægilega, og gæti það haft í för með sér, að jafnvel einhver hluti verksmiðjanna gæti ekki starfað eða yrði óhæfari til starfa en ella. En ég hygg, að flestir geti verið sammála um það, að nauðsynlegt sé fyrir verksmiðjurnar að vera vel útbúnar að vélum og öðrum áhöldum, til þess að vera fyllilega samkeppnishæfar við hverjar aðrar nýjar verksmiðjur, og taka upp þær nýjungar, sem geta aukið og bætt afköstin. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir verksmiðjustj. að hafa ekki mjög bundnar hendur í þessum efnum, og legg ég því til, að þessi gr. verði felld niður, enda er það í samræmi við núgildandi l., þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni takmörkun á þessu sviði.

Þá kem ég að 7. gr. frv., þar sem gert er ráð fyrir, að ríkissjóður beri ekki ábyrgð á þeim skuldum, sem ríkisverksmiðjurnar stofna til. Hér mun sérstaklega vera átt við það rekstrarfé, sem verksmiðjurnar á hverju ári þurfa á að halda, og það eru vitanlega mjög stórar upphæðir, sem verksmiðjurnar þurfa að taka að láni í byrjun hvers veiðitímabils, til þess að geta staðið i. skilum með sínar greiðslur, svo sem vinnulaun, hráefnakaup og aðrar þarfir verksmiðjanna, áður en afurðasalan hefst. N. leitaði ekki álits bankanna um það, hvort þetta ákvæði mundi hafa nokkur áhrif á það, hvort þeir mundu draga við sig um rekstrarfjárlán til verksmiðjanna, enda geri ég ekki ráð fyrir, að við hefðum fengið nein jákvæð svör, þó að við hefðum spurt. Hinsvegar er það skoðun margra, eins og komið hefir fram í umr., að það verði meiri erfiðleikum bundið að afla verksmiðjunum nægilegs rekstrarfjár, ef ekki stendur ríkisábyrgð á bak við. Á það hefir verið bent af ýmsum, að eignir verksmiðjanna ættu að vera nægileg trygging fyrir lánum, og við skulum segja, að svo sé, en hinsvegar verðum við að játa það, að ríkissjóðsábyrgðin er miklu meiri trygging. Og alveg eins og einstaklingar verða að standa ábyrgir fyrir þeim lánum, sem þeir þurfa til rekstrar þeirra verksmiðja, er þeir eiga, eins verður ríkissjóður sem eigandi þessara verksmiðja að bera ábyrgð á þeim lánum, sem verksmiðjunum kann að vera nauðsynlegt að taka á hverjum tíma. Og ég verð að segja það sem mína skoðun, að enn sem komið er hefir ríkissjóði ekki stafað nein hætta af þessari ábyrgð, en ég skal hinsvegar játa, að það veitur náttúrlega á miklu, hverjir það eru, sem i þessa stjórn veljast.

Þá hefi ég gert litla breyt. við 8. gr., sem er i sjálfu sér nokkuð meinlaus. Í f. eins og þau eru nú stendur, að báðar d. Alþ. skuli hafa lagt samþykki sitt á sölu verksmiðja, en í frv. er aðeins sagt, að Alþ. skuli hafa gefið samþykki sitt, og er það því hverjum þm. ljóst, að þá þarf ekki nema þál. í Sþ. til þess að heimila slíka sölu — ef á annað borð verður farið inn á þá hraut —, og er það því aðeins atkvæðismunur, sem hér getur ráðið úrslitum, en með því að láta málið ganga fyrir báðar d. þarf a. m. k. eins atkvæðis mun i hvorri d. Það er ekki hægt að neita því, að ákvæðið, sem nú er í l. um að heimila sölu verksmiðja, er miklu þrengra heldur en það, sem i þessu frv. felst. Þess vegna leyfi ég mér að koma fram með þá brtt., að þetta fái að haldast óbreytt eins og það er í núgildandi l. — Ég skal bæta því við, að ég hygg, að meiri hluti þjóðarinnar væri á móti því, að ríkisverksmiðjurnar væru seldar, þrátt fyrir þann skoðanamun, sem annars ríkir í landinu um ríkisrekstur og einkarekstur, og ég vil því ekki á neinn hátt rýmka þau ákvæði, sem gera það kleift að losa ríkið við þessar verksmiðjur.

Þá kem ég að 9. gr., sem í sjálfu sér er mjög mikið ágreiningsefni. Ég skal náttúrlega ekki segja, hvað þetta ristir djúpt, en ég hefi grun um, að hv. 1. minni hl. sjái nú ef til vill, að ekki verði affarasælt að fella niður kaupaheimildina úr núgildandi I. Annars mun hann að sjálfsögðu gera nokkra grein fyrir þessu. En hitt er fyllilega séð um hv. 2. minni hl., að hann vill láta kaupaheimildina standa í l. áfram, eins og hún hefir staðið. Ég þarf því í raun og veru ekki að fara að rökstyðja svo mjög nauðsynina fyir kaupaheimildinni. En ég fyrir mitt leyti álít, að í þessu sé fólgið afar þýðingarmikið atriði, því að ef þetta ákvæði er fellt niður, þá væri í raun og veru kippt burtu því stærsta öryggi, sem síldveiðimenn — bæði þeir, sem gera út, og þeir, sem á skipunum vinna, — telja sig nú eiga í ríkisverksmiðjunum, sem er það, að þær séu sá óhlutdrægi aðili til þess að ákveða verðlag síldarinnar, sem svo yfirleitt er látið gilda yfir allar þær verksmiðjur, sem reknar eru í landinu. Eg hefi nú að vísu viljað ganga nokkuð ákveðnara i orðalagi heldur en er í l. nú, og því hefi ég orðað þessa gr. eins og sjá má í brtt. mínum: „Verksmiðjurnar kaupa síld af framleiðendum með sérstakri heimild atvmrh. Skal verð síldarinnar ákveðið áður en síldveiðar hefjast fyrir allt síldveiðitímabilið“. Enda hefir það alltaf verið gert, því að allir hlutaðeigendur vilja vita, sérstaklega þegar verðið er lágt, fyrir hvaða verð þeir gera út, og ef verðið er algerlega í óvissu, getur það haft þær afleiðingar í för með sér að draga svo og svo mikið úr viðleitni manna til þess að fara á síldveiðar. Mín brtt. breytir í raun og veru engu þeirri venju, sem verið hefir í þessum efnum, en ég vil bara slá henni fastri með þeim 1., sem um verksmiðjurnar eiga að gilda.

Næsta brtt. mín er við 11. gr., og er hún smávægileg. Ég minnist þess, að á þingi 1935, þegar þau l. voru sett, sem nú gilda um þetta efni, þá var það eitt af því, sem talið var nauðsynlegt, að draga ekki í hina ýmsu sjóði meira en með þyrfti, og m. a. var þá lækkað fyrningargjald af vélum og áhöldum niður í 2% úr 5%. En i þessu frv. nú er ætlazt til, að 5% gömlu séu aftur upp tekin. Nú vil ég fara meðalveginn og legg til, að þetta gjald verði 3%, og hygg ég, að í venjulegum tilfellum sé það nægilegt.

Þá er næsta brtt. mín við 12. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að þeir, sem síldarmjöl kaupa innanlands, hafi gert pantanir sínar fyrir 30. sept. ár hvert. Þetta tímatakmark er nokkuð óþægilegt fyrir verksmiðjustjórnina, sem fyrir þennan tíma þarf að vera búin að áætla og semja um sölu mjöls á erlendan markað. Ég þykist nú skilja, hvers vegna þessi till. muni fram komin, og er það af þeirri ástæðu, að erfitt er fyrir bændur og aðra þá, sem fóðurmjöl þurfa, að ákveða magn mjölsins fyrr en útséð er um það, hvernig heyfengur hefir orðið í landinu. En ég hygg, að um þetta sé þegar tengin reynsla um miðjan september — eins og ég legg til, að tímatakmarkið sé —, og þó að hér sé ekki um nema 15 daga mun að ræða, þá getur það samt haft sína þýðingu fyrir ríkisverksmiðjurnar.

Þá hefi ég leyft mér að fella niður úr þessari sömu gr. (12. gr.), að mjölið skuli vera selt með hliðsjón af kostnaðarverði til bænda. Þetta ákvæði hefir að vísu staðið í l. frá því þau fyrst voru sett. En það hafa komið fram mjög sterkar raddir um það af hálfu forráðamanna bænda, að mjölið skuli selt þeim undir því verði, sem það yfirleitt er selt á erlendan markað, og ekki sízt á tímum, sem mjölverðið er töluvert hátt. Þetta er í sjálfu sér mjög skiljanleg krafa, því að ég hygg, að í flestum tilfellum sé það síður en svo ávinningur fyrir bændur að þurfa að kaupa fóðurbæti, miðað við það, að hafa getað aflað sér nægilegra heyja. En enda þótt ég skilji þetta, þá er ég jafnmótfallinn því, að verksmiðjurnar sem slíkar séu látnar bera þann halla bændanna, því að með því móti er beínlínis tekið af þeim mönnum, sem selja til verksmiðjanna. Og ef það telst 'nauðsynlegt að styrkja bændur með fóðurbætiskaupum, þá verður það að gerast á þann hátt, að ríkissjóður greiði mismuninn á verðinu til bænda og því verði, sem hægt er að fá á erlendum markaði. Ég hygg, að lengi megi leita í okkar löggjöf til þess að finna nokkra hliðstæðu við þetta, að ein stétt, sem er að berjast fyrir tilveru sinni, sé látin gefa annari vissan hluta af kaupgjaldi sínu, til þess að halda í henni lífinu. Ég legg því til með minni brtt., að þetta verð, sem bændum er ættað, sé miðað við markaðsverð.

Þá kem ég að minni síðustu brtt., sem er við 14. gr. — Um það hefir mjög verið deilt hér á Alþ,. hvort ríkisverksmiðjurnar ættu að vera skattskyldar til bæjar- og sveitarfélaga eða ekki. Ég er þeirrar skoðunar eins og fleiri, að þessar verksmiðjur séu fyrst og fremst stofnsettar til þess að greiða fyrir þessum atvinnuvegi og gera hann öruggari en áður, og að ríkið sé því í raun og veru nokkurskonar brautryðjandi á þessu sviði. Atvikin ollu því, að helzta síldveiðiplássið í landinu varð fyrir því, að verksmiðjurnar voru einmitt þar settar upp. Menn muna vel þá sögu, þegar fyrst stóð til að auka verksmiðjurekstur ríkisins, og hvert kapp Siglfirðingar lögðu á það að fá þá aukningu þar í plássið, og buðu þeir fram svo og svo mikið land sem sína þátttöku i verksmiðjukostnaðinum. Þetta er afarskiljanlegt, því að ég veit ekki, hvað er betri fengur fyrir eitt útgerðarpláss heldur en að fá stórfelldan rekstur innan sinna vébanda til þess að auka þar atvinnumöguleika manna. Ennfremur er það vitanlegt, að allur þorrinn af þeim skipum, sem skipta við þessar verksmiðjur, er kominn úr öðrum landsfjórðungum. Fleiri þúsundir manna koma því þarna í land og hafa meiri og minni viðskipti við þetta kauptún, og er enginn, sem hefir reiknað það út, hvað mikið Siglfirðingar græða á þeim fjölda sjómanna. sem þangað koma. Eða hefir nokkur reiknað það út, hvað marga tugi þúsunda Siglfirðingar hafa í bein vinnulaun vegna verksmiðjanna? Og hefi nokkuð reiknað út þær þúsundir, sem allur þessi skipafjöldi verður að greiða í hafnargjöld, sem eru þarna miklu hærri en víðast hvar annarsstaðar á landinu? Og ofan á þetta allt eiga svo verksmiðjurnar að greiða ákveðið hundraðsgjald til þessa bæjarfélags, sem einungis fyrir atburðanna rás hefir orðið fyrir því hlutskipti, að verksmiðjurnar voru þar settar upp. Það er því alls ekki réttmætt að skattskylda rekstur þessara verksmiðja til viðkomandi bæjarfélaga. Nú veit ég, að því muni verða svarað til, að einkaverksmiðjur verði að greiða útsvör á þeim stöðum, sem þær eru settar. N. hefir að vísu ekki aflað sér neinna upplýsinga um það, hvað mikið það útsvar hefir verið, en ég hygg þó, að það hafi ekki verið neitt i líkingu við það, sem frv. ætlast til, að greitt verði af ríkisverksmiðjunum. — Eins og nú standa sakir, þá eru ríkisverksmiðjur aðeins á þrem stöðum, nefnilega Siglufirði, Sólbakka og Raufarhöfn. Og ef við tökum Raufarhöfn sem dæmi, þá hefir verksmiðjan þar verið sveitarfélaginu hin mesta lyftistöng, og ef verksmiðjan verður skattskyld um 1%, þá fer þar sennilega svo, að menn þurfa ekki að borga svo mikið sem eina krónu i útsvar, og skyti það nokkuð skökku við, þar sem skattbyrðin er orðin svo þung víða á landinu, að menn þykjast vart geta undir henni risið. Ég veit, að þetta eina prósent er mikill ásteytingarsteinn allra, er skipta við verksmiðjurnar. Á þessu ári myndi þetta nema 80 þús. kr., og er það ekki lítill skattur á fiskimenn. Annar minni hl. leggur nú til, að þetta gjald verði helmingað, en ég tel mig ekki heldur geta fylgt því. Ef skattskylda á ríkisverksmiðjurnar, þá væri nær að leggja þetta í sameiginlegan sjóð bæjar- og sveitarfélaga, jöfnunarsjóð. Ætti þessi skattur ekki aðeins að renna til eins bæjarfélags eða fárra, þar sem tilviljun réð, að verksmiðjurnar voru reistar.

Ég hefi nú gert grein fyrir brtt. mínum, en geri þó ráð fyrir, að ég muni tala síðar um málið á breiðara grundvelli.