21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (1232)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Forseti (JörB) :

Eins og hv. dm. vita, er ætlunin að reyna að ljúka störfum þessa þings í kvöld. Ef það á að mega takast, er sýnt, að menn mega ekki lengja umr. mjög, því að eftir eru mörg óafgr. mál, meira að segja mál, sem eiga að ganga á milli deilda. Fjórða dagskrármálið hefir nú verið rætt n þriðju klukkustund, og þykir mér ekki öruggt nema ræðutími hv. þdm. sé takmarkaður. Ég vil stinga upp á því, að ræðutími sé takmarkaður við 10 mín. hjá hverjum. Nægi sú takmörkun ekki, mun ég takmarka tímann enn meir. Ég vil þá bera undir hv. d., hvort hún vill fallast á þessa till. mína.