21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (1241)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Héðinn Valdímarsson:

Ég bar fram skrifl. brtt., sem hæstv. forseti hefir lýst, um að breyta stjórn verksmiðjanna þannig, að hún yrði skipuð á sama hátt og síldarútvegsnefnd, sem ekki hefir sætt neinu ámæli fyrir það, hvernig hún væri skipuð. Ég geri ráð fyrir, að þessi brtt. verði felld; það hefir verið gerður um það leynisamningur milli Framsfl. og Sjálfstfl., en æskilegi væri að sjá, hvernig henni verður tekið af sjálfstæðismönnum, þar sem þeir hafa áður verið með svipaðar till., og mætti visa til ræðu hv. 6. þm. Reykv. um það efni. Eftir þessari till. er ætlazt til, að bæði verkamenn og sjómenn hafi sinn manninn hvor í stjórninni, og þó væri eðlilegra, að þeir tilnefndu 3 heldur en 2 af 5, en ég hefi látið sitja við þetta og finnst þá eins skammt farið og hægt er, en hinsvegar eru 3 menn kosnir af sameinuðu Alþingi. Hv. þm. eiga því að velja milli þess, hvort þeir vilja greiða atkv. með þessari till. og láta þar með þá menn hafa íhlutunarrétt um stjórn verksmiðjanna, sem starfa við þær, eða ekki.

Hv. þm. Barð. beindi sínu máli til mín. Ég ætla ekki að fara langt út í það atriði, en tala sérstaklega um það, hvers vegna Framsfl. vill fá fleiri menn í verksmiðjustjórn, en hann hefir kjörfylgi til í landinu; þar að auki eru hans fylgismenn aðallega þannig settir, að þeir hafa engin afskipti af síld eða síldarverzlun. Eiginlega veit ég ekki um nema einn framsóknarmann, sem nokkuð skiptir sér af þeim málum, það er Þormóður Eyjólfsson, og finnst mér það nokkuð langt gengið til að fullnægja hans óskum, að koma öllum þessum breytingum af stað. Þeir bera því við, að þeir séu að reyna að koma rekstri verksmiðjanna á traustari efnahagslegan grundvöll, en það er ekki nema skálkaskjól. Til þess hefði nægt að setja ákvæði eins og eru í 6. gr., að ekki megi auka afköst verksmiðjanna nema með samþykki þingsins eða ráðh. kæmi til. En það, sem hv. þm. Barð. var að tala um, að engar framkvæmdir mætti gera án samþ. ráðh., sem kostuðu meira en 75 þús. kr., stendur hvergi hér, og ég veit ekki, hvaðan hann hefir það. Á eftir mér mun annar hv. þm. tala, sem getur betur gert grein fyrir því, sem hv. þm. Barð. var að tala um afkomu verksmiðjanna. Mér finnst ekki ástæða til að kvarta yfir henni, samanborið við afkomu einkaverksmiðja. Það er öllum kunnugt, að þær hafa borgað víðskiptamönnum sínum hæsta verð fyrir síldina og þar að auki staðið í skilum með alla vexti og afborganir.

Þá vildi ég koma að öðru atriði í þessu máli. Það er, hvers vegna framsóknarmenn vilja klípa af útborguðu verði til útgerðarmanna og sjómanna með því að borga 85% af því, og taka sem dæmi, hvernig þetta sé gert hjá kaupfélögunum og samvinnufélögum bænda, þar sé alltaf greitt áætlað verð. Ég verð að spyrja hv. framsóknarmenn, hvort þeir sjái ekki muninn á rekstri síldarverksmiðju og samvinnufélaganna. Þau hafa öll nægilegt lánstraust í bönkunum hér og einnig í Danmörku, og þótt bændur fái ekki útborgaðan nema hluta af vöruverðinu, þá fá þeir lán hjá kaupfélögum sínum til að fleyta sér milli ára og færa til. Er það þá meining framsóknarmanna, að það eigi að taka upp sama fyrirkomulag við verksmiðjurnar, að það eigi að taka þar upp stórkostleg lánsviðskipti; verksmiðjurnar taki stór lán og láni svo aftur við viðskiptamannanna.

Hv. 5. landsk. gerði þá fyrirspurn, hvort þetta frv. væri ekki á móti þeim samningum, sem Alþfl. hefði gert við Framsfl. Ég hygg, að hv. þm. sé kunnugt um, að um þetta mái hafa engir samningar tekizt milli þeirra flokka, og þeir samningar, sem gerðir hafa verið, eru aðeins til næsta þings. Komi Framsfl. þessu máli fram á þann hátt sem nú litur út fyrir, með leynisamningum við Sjálfstfl., þá mun það koma til athugunar, þegar næst á að reyna að ná samningum milli þessara flokka, hvernig löggjöf þessi verður þá. Ég veit, að aðaltilgangur form. Framsfl. með því að koma þessu frv. fram er sá, að skapa þann fleyg, sem geri mögulega sprengingu á milli þessara flokka. Ég sé, að þessi utandeildarmaður situr hér og brosir til hægri, og þykir mér leitt, ef honum tekst að framkvæma þetta, sem vitanlega e,r á móti vilja meiri hl. flokksins.