21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 900 í B-deild Alþingistíðinda. (1247)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. minni hl. (Finnur Jónsson):

Ég get verið hr. þm. Barð. þakklátur, því að hann sannaði mitt mál, að það væri engin trygging fyrir, að vinnufriður fengist í þeirri stjórn, sem frv. gerir ráð fyrir. Ég vil enn minna á, hvernig Sjálfstfl. skipaði tveim mönnum sinum, með hótunum um að gera þá flokksræka, að fara úr stjórn verksmiðjanna og bregðast þar með loforði, sem þeir höfðu gefið atvmrh. og mér um að vinna með mér í stjórn. Ég á erfitt með að treysta nú heilindum þess flokks, sem þá kaus slíkan fjandskap fremur en hlutdeildina í stjórn verksmiðjanna.

Hv. þm. Barð. vildi vita, hve mikið gæti versnað útkoman, ef óselda lýsið lækkaði mikið enn. Nú mun verðið vera tæp 16£, eða 15£ 10 sh. tonnið, og fremur lítil hætta á, að það lækki að mun úr því. Af lýsi ríkisverksmiðjanna er ekki heldur svo mikið eftir, að tapið á því geti orðið stórfelldur hnekkir fyrir þær.

Ég verð að taka undir það með hv. 6. þm. Reykv., en þrátt fyrir ummæli hv. þm. Barð. að málið hefði þurft að fá meiri athugun í nefnd. Á aukafundi, sem haldinn var í n., var málið afgr. án þess, að brtt. fengjust ræddar við meiri hl. Slíkt kapp er lagt á það af nokkrum mönnum að hindra allar lagfæringar á þessari lagasmíð.

Þá er það náttúrlega árangurslaust, þó að ég leiðrétti aftur og aftur rangfærslurnar, sem eiga að sýna, að breyta þurfi fjárstjórn verksmiðjanna eins og frv. krefur. Hv. þm. Barð. skortir ekki vitneskju um það, að verksmiðjurnar hafa greitt allar afborganir af stofnfjárskuldum og endurbótum. Þær kosta sjálfar aukning sína og endurnýjun. Núv. verksmiðjustjórn hefir getað greitt þetta alveg upp, og auk þess borgar hún upp nú um áramótin 300 þús. kr. rekstrarvíxil, að nokkru eða öllu leyti, sem var í óskilum, þegar hún tók eið fyrirtækinu.