30.11.1937
Efri deild: 39. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (1283)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

Bjarni Snæbjörnsson:

Þann 19. okt. var útbýtt hér í d. frv., er ég bar fram, um að reisa nýja síldarverksmiðju á Raufarhöfn. Var málið tekið á dagskrá 3 dögum síðar og vísað til 2. umr. og sjútvn. Fyrir viku kom málið svo loks frá minni hl. n., og ég hefi síðan beðið eftir því, að það kæmi frá meiri hl. En það er ekki komið enn. Ég hefi talað við form. sjútvn. um það, hvenær ég geti átt von á málinu, en hefi ekki fengið skýr svör. Þó hefir hann tjáð mér, að hann og n. muni tilbúin til að láta málið koma fyrir. Vildi ég því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki málið á dagskrá á næsta fundi, sem er á morgun.