13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (1296)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. 1. minni hl. (Jóhann Jósefsson):

Ég get ekki algerlega látið þessa síðustu aths. hv. þm. fara framhjá mér án þess að svara henni. — Það er langt frá, að ég sé með þessari til1. að slá því föstu, að það séu ríkisverksmiðjurnar einar, sem beri að auka, og að þær séu hæfastar til að vinna úr síldinni. Það er síður en svo, því að útkoman hefir verið sú, eins og ég sýndi fram á á síðasta þingi. þegar deilt var um síldarverðið, að ríkisverksmiðjunum hefði ekki tekizt að ná eins miklu verðmæti úr síldinni og þeim nýrri verksmiðjum. En ég skal þó taka fram, að það er út af fyrir sig skiljanlegt vegna þess, að ríkisverksmiðjurnar vinna sumpart með miklu eldri vélum en þær nýju verksmiðjur. Ég tel, að þótt ríkið ræki ekki þessar verksmiðjur, heldur einstaklingar, þá kæmu þær sjávarútveginum að allt eins miklu gagni. Ég hefi fyrir mér upplýsingar um, hvað mikið kostar vinnslan á mál á Hjalteyri, Djúpavík og í ríkisverksmiðjunum s. 1. sumar, og það sýnir sig, að það er langhæst hjá ríkisverksmiðjunum. svo að við skulum halda okkur við það, sem ég sagði í byrjun. að það er af þessari nauðsyn, að við leggjum til, að stækkun verði gerð á Siglufirði og ný verksmiðja byggð á Raufarhöfn, og við vitum. að á hvorugum þessum stað er stækkunar að vanta frá öðrum aðilja en ríkinu, og þá er það réttlætanlegt fyrir afkomu sjávarútvegsins að stuðla að því, að ríkið geti komið þarna upp verksmiðjum. Svo veit hv. þm. vel, að það er ekki einungis hjá sjálfstæðismönnum, heldur einnig hjá öðrum flokkum uppi sú stefna, að breyta rekstrarfyrirkomulagi síldarverksmiðjanna úr ríkisrekstrarfyrirkomulagi og í annað, sem þykir heppilegra fyrir alla aðilja. — Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að orðlengja um málið.