13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (1298)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. 2. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Það er út af ummælum hv. þm. Hafnf., að ég vildi segja nokkur orð. Það er enginn ágreiningur milli mín og n. og hans um það, að við leggjum áherzlu á það, eins og hv. frsm. gat um, að verksmiðjan geli orðið byggð á næsta sumri. Þetta er í samræmi við mína till. við 2. umr., því að í henni var tekið fram, að hún skyldi byggð á næsta sumri, en ég varð af ástæðum, sem þegar eru kunnar, að draga úr till., að fengnum upplýsingum, eins og skýrt hefir verið frá hér í d., og ganga inn á, eins og stendur í till., að ákveðið verði að byggja verksmiðjuna 1938 eða 1939. Þetta er gert til þess, að ef ekki yrði hægt að framkvæma bygginguna á árinu 1938, þá skuli heimildin einnig ná til ársins 1939. í m þetta eru allir nm. sammála, fyrst vafi leikur á, að hægt sé að koma henni það fljótt upp, að hún verði starfrækt á næsta veiðitímabili, en það er skoðun n. að vinna beri að því, að koma verksmiðjunni upp 2 árinu 1938, svo að hér er í raun og veru ekki um ágreining að ræða.

Hinsvegar er það rangt hjá hv. þm., að ég hafi dregið í efa, að hægt væri að gera þetta 1938. Ég hefi aðeins tæpt á því, að eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lægju, væri vafasamt, hvort það yrði hægt, og sá grunur minn hefir staðfestst betur síðan. — Hv. þm. heldur því fram, að bátar geti afgr. sig við höfnina eins og hún er nú. Það kann að vera, en það verður líka að taka tillit til stærri skipa. Þarna kæmu stór skip með efni til verksmiðjunnar, og svo þarf líka að flytja frá henni. Þá er olíugeymirinn ekki nægilegur, svo að í fyrra varð að nota tunnur til viðbótar.

Ég setti inn í till. ákvæði um, að verksmiðjan skyldi vera útbúin nýtízku tækjum til losunar og vinnslu. Það er rétt athugað hjá hv. frsm., að eftir því. sem skipin geta losað sig fyrr, þess meiri afla geta þau náð. Það mundi líka létta nokkuð hin mjög erfiðu störf sjómanna. Ég hygg, að sú stefna sé mjög uppi hér, að vinna beri að því; að ríkisverksmiðjurnar fái losunartæki.

Ég vil mótmæla því, að ég hafi dregið úr júní. að verksmiðjan yrði byggð árið 1938, ef unnt væri. En ég lét strax í ljós, að ég teldi lítt kleift að gera þetta í eins stórum stíl og hv. þm. vildi.

Ég vil ekki fara út í deilur við hv. þm. Vestm. um gildi ríkisrekstrar og einkarekstrar. Hv. þm. segir, að útkoman hafi orðið betri í einkarekstri. Það er alveg ósannað mál, en ég hygg, að það muni koma í ljós, að útkoman hjá sumum einkaverksmiðjunum verði ekki eins góð og hv. þm. vill vera láta, nema hjá verksmiðjunni á Djúpavík, sem skarar fram úr um fljóta vinnslu og góða vöru, enda eru vélarnar þar alveg nýjar. En að hún skilur betra fitumagni en aðrar verksmiðjur, liggur í því, að síld í hana er veidd á því svæði, þar sem hún er feitust.

Það er rétt, að sumar ríkisverksmiðjurnar hafa gamlar vélar, og er verið að stefna að því, að þær geti útbúið sig nýtízku vélum, og hefir verið um það deilt. En það á að gera allar verksmiðjur svo úr garði sem efni standa til, um það verður ekki deilt. Ég tel, að ríkisverksmiðjurnar hafi á ýmsum sviðum sýnt sína yfirburði. En svo geta komið nýir menn, sem nota sér þá reynslu, sem þar er fengin, og gera e. t. v. betur.

Ég vil ekki vera að pexa lengur um þetta við hv. þm., þar sem við erum sammála um aðalatriðin.