11.10.1937
Sameinað þing: 1. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (13)

Kosning til efri deildar

Forseti (JBald) :

Samkvæmt 6. gr. þingskapa ber nú að velja til Ed. þá tölu þm., er þar eiga að sitja. En áður en kosning fer fram, vil ég leyfa mér að lesa upp bréf, er mér hafa borizt frá 2 flokkum um samvinnu, er þeir munu hafa í þessari kosningu:

„Samkvæmt heimild í 6. gr. þingskapa hefir Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komið sér saman um að hafa bandalag um kjör til efri deildar á Alþingi, sem kemur saman í dag. Alþingi, 9. október 1937.

Jón Baldvinsson, form. Alþýðuflokksins.

Til forseta Alþingis.“

„Samkvæmt heimild í 6. gr. þingskapa hefir Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn komið sér saman um að hafa bandalag um kjör til efri deildar á Alþingi, sem kemur saman í dag.

Alþingi, 9. október 1937.

Form. Framsóknarflokksins,

Jónas Jónsson.

Til forseta Alþingis.“