02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1002 í B-deild Alþingistíðinda. (1347)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (EÁrna):

Eins og hæstv. fjmrh. tók fram, er tíminn mjög naumur, en hinsvegar mörg mál, sem þurfa að ganga fram. Það liggja engar brtt. fyrir við þetta frv., nema lítilsháttar brtt. frá fjhn., og það hefir því ekki mikla þýðingu að fresta umr. Ef brtt. hefðu legið fyrir frá hv. I. þm. Reykv., væri öðru máli að gegna. En þar sem ég heyri, að hæstv. fjmrh. er þessu meðmæltur, í þeirri von, að málið verði ekki tafið síðar, mun ég ekki verða á móti því, að það sé tekið út af dagskrá í þetta sinn.