11.12.1937
Efri deild: 47. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í B-deild Alþingistíðinda. (1359)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Þegar benzínskatturinn var fyrst lagður á, var um leið gerð sú ráðstöfun í sjálfu frv., að þeim tekjuauka, sem leiddi af þeirri hækkun innflutningsgjalds á benzíni frá því, sem það var eftir lögum frá 1936, skyldi varið til að greiða kostnað við lagningu akvega og malbikaðra þjóðvega, eins og þar segir, og kom svo heilmikil upptalning af vegum víðsvegar á landinu, sem skyldu njóta góðs af þessari skattaálagningu á benzínið. Það er ekki óalgengt nú í seinni tíð að setja það í lög, sem ég tel þó óviðkunnanlegt, hvernig skuli verja þessum og þessum skattinum. En úr því að það er nú einu sinni svo, þá er að ræða málið á þeim grundvelli. Ég geri ráð fyrir því, að það hafi vakað fyrir stj., þegar hún hækkaði benzínskattinn, að almenningur myndi líta mildari augum á þetta mál, ef þá yrði um leið gerð ráðstöfun til þess að bæta vegi landsins og þannig að gera ökutækjunum greiðfærara. Ég flutti þá við þetta mál brtt. í Ed., sem byggðist á því, að mitt kjördæmi, eins og allir vita, hefir algerlega sérstöðu í þessu máli,. þar sem það er umflotið sævi á alla vegu. Frá Vestmannaeyjum koma bilar svo að segja ekki til meginlandsins, heldur eru þeir notaðir á Vestmannaeyjavegunum eingöngu. Brtt. fór í þá átt, að þetta kjördæmi, sem hefir alveg sérstaka aðstöðu, fengi að nota þetta gjald til vegalagningar með jafnrétti við aðra landsmenn, þannig að upphæðin af benzínskattshækkuninni gengi til að bæta vegi í þessu kjördæmi. Var hún nokkuð nákvæmlega reiknuð út 5 þús. kr., eftir því sem olíufélögin gáfu mér upp, að þau hefðu selt til Vestmannaeyja af benzíni. Það ætti að sjáifsögðu ekki að þurfa að eyða mörgum orðum um þetta, því að það er ekki annað en blátt áfram sjálfsagt réttlætismál, að þetta kjördæmi, sem hefir sitt vegakerfi fyrir sig og sína bila fyrir sig og ber sinn benzínskatt fyrir sig, fái að nota fyrir sig samskonar fríðindi í sambandi við skattaálagninguna eins og aðrir landshlutar. Af einhverjum misskilningi hafa sumir menn — það kom fram þannig Strax 1 byrjun — talið sér skylt að leggjast á móti þessu, og settu það í samband við þá fjárveitingu, sem lögð er fram til Vestmannaeyja til ræktunarvega. Því var þá haldið fram af hv. þm. Mýr. til að byrja með, að þetta væri hliðstætt, að þar sem við fengjum til ræktunarvegarins, ættum við ekki tilkall til að fá okkar hluta af þessum benzínskatti. En ég sýndi hv. þm. fram á, og meiri hl. n. féllst alveg á það, að þetta væri hvort öðru alveg óskylt. Í fyrsta lagi er framlagið til Vestmannaeyja hreinn og beinn ágóði fyrir ríkissjóð, því að með ræktunarveginum er ríkissjóður að gera þessa sína eign verðmætari, og hver spotti ræktunarvegarins, sem lagður er í Vestmannaeyjum. býr til nýjar lendur og lóðir til afgjalda fyrir ríkissjóð. Þetta veit umboðsstjórnin vel, vegna þess að umboð kemur alltaf með nýjum og nýjum ræktuðum löndum, sem ríkissjóður fær tekjur af fyrir lagningu ræktunarvegarins. Og það má segja, að það sé gert fyrir Vestmannaeyjar, því að slíkir vegir hafa verið til margra hluta nytsamlegir og bætt mjög aðstöðu fólksins, en ríkissjóður á þetta land og gerir það vilaskuld fyrir sig líka, og fær eftir því meiri tekjur af því, sem hann leggur meira fé til ræktunarvegarins, eins og líka maklegt er. Samt sem áður er það svo, að framlagið til ræktunarvegarins er því skilyrði bundið, að bærinn leggi alltaf fé á móti. Og þessi ræktunarvegalagning. sem framkvæmt hefir verið í Vestmannaeyjum síðan 1926, hefir verið framkvæmd bæði fyrir fé úr ríkissjóði og bæjarsjóði. Þetta á því ekkert skylt við þessa fjárveitingu til vegalagninga, sem veitt er í sambandi við benzínskattinn — það vonist ég til, að menn skilji — heldur eru þær fjárveitingar beinar og alveg án þess, að nokkurt framlag komi frá hrepps- eða sýslufélaginu á móti þess vegna eiga Vestmannaeyjar fyllsta rétt og tilkall til benzínskattsins. Ég vil þess vegna mega vænta þess, að fallizt verði á þessar röksemdir og að hv. d. sjái, að hér er ekki farið fram á annað en jafnrétti við aðra landshluta. Það verður ekki út skafið, að þótt benda megi á kaupstaði víðsvegar á landinu, hafa Vestmannaeyjar alveg landfræðilega sérstöðu, sem enginn kaupstaður á landinu hefir. Ég vil minnast þess, að það hafa fleiri þm. tekið upp þessa hugmynd en ég, því að ég minnist þess, að ég sá á ferðinni brtt. frá hv. 9. landsk. þm. (JBald), sem fór í sömu átt, á síðasta eða næstsíðasta þingi, og vitaskuld er hún fram komin af því, að hv. 9. landsk. þm. hefir séð, að þetta var ekki annað en réttlátt og sanngjarnt, að þessi kaupstaður yrði ekki útundan, þegar hann verður hvort sem er að bera sinn hluta af benzínskattinum.

Ég á hér aðra brtt., en ég ætlast til, að hinn flm. mæli með henni.