21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1389)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það þarf ekki miklar skýringar við till. n. Sumpart eru þær gerðar til þess að samræma þetta frv. fjárl. og kemur það af sjálfu sér, að sú till. verður samþ. Þá er stj. og gefin heimild til þess að létta útflutningsgjaldi af salti og kolum, og er ætlazt til, að stj. noti þetta þegar á næsta ári. Aftur á móti er ekki lagt til að létta tolli af olíu, enda mun það skipta svo litlu máli, að olían mundi ekki lækka þrátt fyrir það.

Ég sé svo ekki ástæðu til að segja fleira um þessar till., en þær eru fluttar af n. í sameiningu.