21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1390)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Minni hl. viðurkennir, að ekki verði hjá því komizt að afla ríkinu tekna, en hefir þó ekki getað orðið sammála hv. meiri hl. um að mæla með, að frv. verði samþ., o,g ástæðurnar fyrir því eru greindar í nál., og hirði ég ekki að endurtaka það.

Þetta er eitt af stærstu málum þingsins, og ég fyrir mitt leyti hefi lýst því máli, eftir því sem ég tel ástæðu til, við almennar umr. á eldhúsdaginn, og tei ég ekki ástæðu til að endurtaka það hér, en get visað til þess og látið það nægja.

Ég tel, að þær breyt., sem gerðar hafa verið á frv. í meðferð þingsins, séu til bóta. Hinsvegar hefi ég tilhneigingu til að bera fram ýtarlegri breyt., en veit, að þær verða ekki samþ., og hefi þá ekki séð ástæðu til að tefja störf þingsins með því að koma með till., sem fyrirsjáanlegt er, að ná ekki fram að ganga.