22.12.1937
Efri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (1411)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Sigurjón Á. Ólafsson:

Þar sem í hinni nýju samþ. fjárl. er gert ráð fyrir þeim tekjuöflunum, sem farið er fram á í þessu frv., og ég tel mjög hæpið, að málið nái fram að ganga, ef það er nú látið fara til Nd., og þó ég hafi nokkra löngun til þess, vegna aðfara þeirra, sem eru að ske í Nd. gegn síldarverksmiðjunum, að tefja þetta mál, þá segi ég samt af þeim ástæðum sem ég hefi tekið fram, nei.