15.12.1937
Neðri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (1459)

124. mál, alþýðutryggingar

*Sigurður Kristjánsson:

Það er alls ekki mín meining að ætla að fara að svara því, að ég hafi aldrei haft annað með höndum en að skrifa níðgreinar, því að menn vita, að ég hefi haft önnur störf með höndum frá barnsaldri heldur en það.

Hitt vildi ég segja við hv. þm. Barð., að það getur verið, að hlutverk okkar í pólitík sé nokkuð ólíkt. Ég hefi ekki skipt mér af henni nema af frjálsum vilja og haft hana í hjáverkum. En það er mælt, að hans stjórnmálaferill hafi mjög skapazt af því, að það hafi verið samið við hann og hans stjórnmálaskoðanir séu að langmestu leyti samningaskoðanir.