12.11.1937
Neðri deild: 25. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (1563)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson) :

Ég vildi aðeins fara nokkrum orðum um ræðu hv. 5. þm. Reykv. Hann talaði um, að persónufrelsi manna væri skert, ef 1. gr. frv. yrði samþ.Hv. þm. G.-K. hefir tekið í sama strenginn hvað þetta atriði snertir. En ég sé ekki, að þeir hafi fært nokkur rök fyrir þessari staðhæfingu. Í 1. gr. frv. er svo að orði komizt, að heimilt sé að ákveða með reglugerð, að allir, sem ferðast til útlanda, þurfi sérstök skírteini frá gjaldeyris- og innflutningsnefnd fyrir því, að þeir hafi aflað sér nauðsynlegs erlends gjaldeyris á löglegan hátt, og að eigendum flutningatækja sé óheimilt að selja mönnum farmiða eða flytja fólk til útlanda nema framangreindum skilyrðum sé fullnægt. Mér finnst, eftir ræðum þessara hv. þm. að dæma, sem þeim finnist ekkert athugavert við það, að menn eyði erlendum gjaldeyri á ólöglegan hátt. Ákvæðið nær aðeins til þeirra manna, er hafa löngun til að brjóta l., því að ég veit, að ef maður vili fara af landi burt og sannar n., að hann þurfi ekki gjaldeyrisyfirfærslu, t. d. af því, að hana sé boðinn, þá muni honum ekki vera meinað það. En ég get ekki skilið orð þessara hv. þm. öðruvísi en svo, að þeir vilji hjálpa mönnum til að brjóta lögin.

Hv. þm. G.-K. telur það misskilning, sem ég sagði um vald ráðh. í Danmörku yfir innflutnings- og gjaldeyrismálum. Ég hefi í höndum l. um þetta og get lánað honum þau. Í l. stendur, að eftir að gjaldeyrisn. hefir gert till. um innflutningsleyfi fyrir ákveðið tímabil, skuli þessar till. sendar ráðh., sem eftir að hafa rætt þær við þjóðbankann, gengur endanlega frá veitingu leyfanna. Valdið er því þarna allt í höndum ráðh. Leyfi er ekki hægt að fá, nema hann hafi samþ. till. n.

Ég held, að ótti hv. þm. um það, að ráðh. muni með þessu valdi útiloka vissar stéttir manna frá innflutningsleyfum, sé ástæðulaus. Og ég get ekki gengið inn á þær breytingar, sem hann vill gera. Hitt getur komið til athugunar, hvort setja skuli með samkomulagi inn í frv. einhver ákvæði um framkvæmd þessara fyrirmæla.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. G.-K. sagði, að útgerðarmönnum hafi verið neitað um gjaldeyri fyrir olíu, get ég sagt það, að ég held það hafi ekki komið fyrir, a.m.k. ekki síðastl. 2 árin.