12.11.1937
Neðri deild: 25. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (1564)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors) :

Ég þarf ekki að svara hv. 5. þm. Reykv. En út af því, sem hv. frsm. meiri hl. sagði, vil ég endurtaka það, að vald ráðh. í Danmörku er í þessum efnum minna en hér er til ætlazt. Ég veit, að hv. frsm. játar, að sjálf l. setja þær skorður við því, að jafnvægisröskun geti orðið á sviði athafnalífsins. Það er margt í dönskum l. og danskri hefð, sem er til öryggis við því, að hægt sé að misbeita valdi því, sem ráðh. hefir. Þetta er það eina, sem ég vildi gera aths. við þá vil ég lýsa yfir því, að ég tek aftur til 3. umr. allar þessar brtt. Að vísu erum við sammála um eina þeirra, en ég ætla þó að taka þær allar aftur til 3. umr. og sjá, hvort ekki getur orðið samkomulag um þær í n.