12.11.1937
Neðri deild: 25. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Hv. þm. G. K. viðurkenndi í síðustu ræðu sinni, að vald ráðh. í Danmörku yfir úthlutun gjaldeyrisleyfa væri mjög mikið, eins og ég hafði haldið fram, þar sem hann verður að samþ. till. gjaldeyrisn., til þess að þær geti náð fram að ganga. Því er þess vegna slegið föstu, að þetta vald er þar raunverulega hjá ráðh. Ég tel nú, að ákvæði þessa frv. séu í góðu samræmi við dönsku lögin.

Hv. þm. kvaðst taka aftur til 3. umr. brtt. sínar, og sé ég því ekki ástæðu til að ræða þær frekar.