02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (1584)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Það er eins ástatt um þetta mál að því er snertir hv. 1. þm. Reykv. eins og um málið næst á undan, að því við bættu, að hér liggur fyrir brtt. við frv. til l. um gjaldeyrisverzlun frá þessum þm., sem hefir orðið viðskila við meiri hl. n. Ég leyfi mér að beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að fresta þessu máli líka, þar sem svo stendur á. Að vísu veit ég ekki, hvernig veikindum hv. þm. er háttað, en ég geri ráð fyrir, að hann geti e. t. v. verið viðstaddur umr. strax á morgun, en hann verður að teljast sérstakur n.hluti, þar sem hann hefir lagt fram brtt. við frv.