02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég verð að segja, að þótt ég fyrir mitt leyti vilji teygja mig langt til samkomulags um þetta atriði, finnst mér mikið að taka mestan hluta hinna áríðandi mála út af dagskrá. Ég sé ekki annað en að það megi koma því þannig fyrir með þetta mál, að aðrar brtt. en brtt. hv. 1. þm. Reykvíkinga verði ræddar og umr. verði ekki lokið fyrr en hann kemur. En ég álít, að mikill tímasparnaður geti orðið að því að ljúka málinu að öðru leyti.