13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Ég sat um það, að n. hefði að vísu rætt þetta mál á fundi, en að samkomulag hefði eigi náðst um till. og því engin ákvörðun um þær tekin. Nm. hafa sem sé óbundin atkv. um allar till. Annars get ég sagt það fyrir mig, að ég get fallizt á till. hv. þm. (SÁÓ). Það má vel vera, að hinir nm. geti það líka. Ég man ekki til, að þessi brtt. væri sérstaklega rædd í n., heldur aðallega tillögurnar um gjaldeyri útgerðarmanna og um ferðamennina, því þetta tvennt hefði valdið mestum ágreiningi við 2. umr.