29.10.1937
Sameinað þing: 4. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 294 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

31. mál, fjáraukalög 1936

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Það hefir verið venja ef einhverjar upphæðir hafa verið greiddar úr ríkissjóði, sem engin sérstök heimild var til að greiða í lögum, ályktunum eða fjárlögum, að setja þessar upphæðir á sérstök fjáraukalög. Þetta frv., sem liggur fyrir, hefir að geyma þessar upphæðir. Heildarupphæðin er 90 þús. kr. Stærsti liðurinn er kostnaður við konungskomuna 1936, 56 þús. kr. Ég sé ekki ástæðu til að fara út í einstök atriði frv., og óska, að málinu verði vísað til hv. fjvn.