14.12.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1243 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

Afgreiðsla þingmála

*Sigurður Kristjánsson:

Í byrjun þessa þings flutti ég í Sþ. till. til þál. um rannsókn á Bolungavíkurhöfn. Þessari till. var vísað til hv. fjvn. 28. okt., en ég hefi ekki frétt neitt til hennar síðan. Einnig flutti ég ásamt hv. þm. V.-Sk. þáltill. hér í Sþ. um landhelgisgæzlu. Og þessari till. var einnig visað til fjvn., sama dag og hinni till. Ég hefi ekkert frétt til þessarar till. heldur. Og af því að ég geri ráð fyrir, að hæstv. forseti líti svo á, að hann eigi að hafa eftirlit með, að nefndir vanræki ekki störf sin, þá vil ég spyrja hann um það, hvað hann veit til þessara tillagna og hvort ekki mundi hægt að fá afgreiðslu hjá nefnd á þeim.

Sömuleiðis hefi ég flutt hér tillögu um sjómælingar og rannsóknir fiskimiða, og var þeirri till. útbýtt í sameinuðu þingi 18. fyrra mán. Ég hefi ekki spurt til þeirrar till. neitt síðan.

Loks hefi ég flutt till. um rannsókn á Gilsnámu í Hólshreppi, og var þeirri till. útbýtt 30. fyrra mán., en síðan hefi ég ekki heyrt neitt um hana. Nú þykir mér ekki viðunanleg afgreiðsla þessara mála, og vil þess vegna biðja hæstv. forseta að hlutast til um, að þessi mál sæti þinálegri meðferð.