12.11.1937
Sameinað þing: 6. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

Rannsókn kjörbréfs

forseti (JBald):

Mér hefir borizt svo hljóðandi bréf frá forseta Nd:

„Neðri deild, 11. nóv. 1937.

4. þm. Reykv., Pétur Halldórsson, hefir í dag ritað mér á þessa leið:

„Með skírskotun til XX. kafla laga nr. 18 1934 um kosningar til Alþingis leyfi, ég mér að skýra yður, herra forseti, frá því, að mér er nauðsynlegt að takast ferð á hendur til útlanda í kvöld, og óska ég, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni, væntanlega um þriggja vikna tíma“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér boðið sem skjótast til fundar í sameinuðu þingi til þess að rannsaka og bera upp til samþykktar kjörbréf varamanns.

Jörundur Brynjólfsson.

Forseti sameinaðs Alþingis“.