27.11.1937
Sameinað þing: 8. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

Rannsókn kjörbréfs

forseti (JBald):

Forseta Sþ. hefir borizt eftirfarandi bréf frá forseta Ed., dags. í dag: „Formaður Sjálfstæðisflokksins, þm. G.-K.,

Ólafur Thors, hefir í dag ritað mér á þessa leið: „Magnús Guðmundsson, 9. landsk. þm., veiktist snögglega í gær, var skorinn upp í sjúkrahúsi og mun liggja þar rúmfastur fyrst um sinn. Hafa mér borizt tilmæli frá honum um að skýra yður, herra forseti, frá þessu, með ósk um, að varamaður taki sæti hans á Alþingi í fjarveru hans“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér boðið sem skjótast til fundar í sameinuðu þingi til þess að rannsaka og bera upp til samþykktar kjörbréf varamanns“.

Einar Árnason.

Forseti sameinaðs þings“.