30.10.1937
Efri deild: 15. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í B-deild Alþingistíðinda. (1670)

Þingvíti

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég skal ekki lengja umr. Það er aðeins eitt, sem ég vildi fá fram, og það er, hvernig við eigum að haga okkur, ef við þurfum að fá leyfi til að fara úr bænum; hvort við þurfum að hringja upp forseta Sþ. áður en við förum. Viðvíkjandi því, sem hv. 10. landsk. sagði um væntanlega afstöðu sína til fjárpestarmálsins, skal ég taka það fram, að ég er mjög ánægður yfir þeim ummælum. Nú er bara eftir að sjá, hvernig efndir hans verða. „Nú skal reynt, hvort kristnum kann kalíf orð að halda“.