06.12.1937
Efri deild: 43. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í C-deild Alþingistíðinda. (1793)

8. mál, eftirlit með skipum

*Brynjólfur Bjarnason:

Það er fjarri mér að lengja umr. um þetta mál. Ég vil aðeins gera grein fyrir minni afstöðu til málsins. Annar af flokksbræðrum mínum í Nd., hv. 5. landsk., lagði í byrjun þings fram þáltill. um endurskoðun á þessari löggjöf fyrir næsta þing. Þegar þetta frv. kom fram, þá ákvað hann að fá henni frestað, og hann mun, þegar málið kemur til Nd., bera fram brtt. við frv. Ég held, að það verði ekki um það deilt, að í þessu frv. frá hv. 3. landsk. séu mjög mikilsverðar endurbætur, en á hinn bóginn er það líka víst, að frá mjög miklum hluta sjómanna hafa komið fram ákveðnar raddir um það, að frv. sé í mörgum greinum algerlega ófullnægjandi. Ég mun hér taka þá afstöðu til málsins, að ég vil greiða fyrir því, að frv. komi sem fyrst til hv. Nd. og þar fáist það sannprófað hvort það fær þar viðunandi afgreiðslu. — Ég mun svo ekki hafa um þetta fleiri orð.