19.10.1937
Neðri deild: 5. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í C-deild Alþingistíðinda. (1807)

7. mál, alþýðutryggingar

*Flm. (Gísli Sveinsson):

Aðeins örfá orð. –Hæstv. atvmrh. drap nú síðast á atvinnuleysistryggingarnar. Hann hefir viðurkennt, að eðlilegt sé, að ekkert hafi verið gert í framkvæmdum þeirra, vegna þess að þær hafi verið samþ. óundirbúið. Ég skal hvorki festa hæstv. ráðh. né reyna að losa hann úr þeim vandræðum, sem hann er í vegna ákvæða l. þessara og væntanlegrar framkvæmdar þeirra í framtíðinni.

En þau ákvæði alþýðutryggingal. er meira tímabært að tala um, sem komin eru til framkvæmda og ekki eru góð. Hitt skal ég ekki ræða frekar að sinni, hvort fullyrðingar hæstv. ráðh. um, að það sé minnstur hluti lífeyrissjóðs embættismanna, sem renni inn í almenna lífeyrissjóðinn, séu réttar, eða það sé, eins og ég hinsvegar álít, meiri hlutinn.

Ég skal lýsa ánægju minni yfir því, að hæstv. atvmrh. er kominn á aðra skoðun en á síðasta þingi um þessi mál. Hann sagði, að réttilega hefði í héruðum verið tekið tillit til þess við úthlutun ellilauna, hver væri á sveit eða lægi við það. En ég mótmæli því enn, að sveitarstjórnir hafi notað fé það, sem átti að verja til ellilauna, til að létta fátækraframfærið, fram yfir það, sem l. ákveða.

Á þessu stigi álít ég málið svo útrætt.